fim 07.nóv 2019
Hamren: Rúnar sá eini sem er ađ glíma viđ vandamál
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson er eini leikmađurinn sem er tćpur vegna meiđsla fyrir komandi landsleiki gegn Tyrklandi og Moldóvu. Rúnar tognađi aftan í lćri gegn Frökkum í síđast mánuđi en er ađ koma til baka.

Vonir standa til ađ hann fái mínútur međ Astana gegn AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í dag eđa í deildarleik gegn Irtysh á sunnudag.

„Rúnar er sá eini sem er ađ glíma viđ vandamál. Hann hefur ekki ennţá spilađ međ liđi sínu. Ég held ađ hann verđi á bekknum í kvöld í Evrópudeildinni. Síđan sjáum viđ hvort hann spilar eitthvađ á sunnudaginn," sagđi Erik Hamren landsliđsţjálfari viđ Fótbolta.net í dag.

Ragnar Sigurđsson fór einnig meiddur af velli gegn Andorra í síđasta mánuđi en hann spilađi međ Krasnodar í rússnesku úrvalsdeildinni um síđustu helgi.

„Raggi spilađi síđustu tíu mínúturnar í síđasta leik og ţađ ćttu ekki ađ vera nein vandrćđi međ hann," sagđi Hamren.

Hér ađ neđan má sjá viđtaliđ í heild sinni.