fös 08.nóv 2019
Tierney: Allir í búningsklefanum hafa trú á Emery
Tierney og Emery.
Kieran Tierney, vinstri bakvörđur Arsenal, segir ađ leikmenn félagsins hafi trú á knattspyrnustjóranum Unai Emery.

Unai Emery er undir mikilli pressu en stuđningsmenn Arsenal eru allt annađ en sáttir viđ spilamennskuna á tímabilinu. Samningur Spánverjans rennur út eftir tímabiliđ.

Arsenal hefur ekki unniđ í síđustu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum, og hefur ađeins unniđ tvo af síđustu níu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Emery er undir mikilli pressu, en Tierney segir ađ leikmennirnir hafi enn trú á honum.

„Ţađ er undir okkur leikmönnunum ađ bćta stöđuna inn á vellinum. Hann (Emery) hefur veriđ frábćr síđan ég kom hingađ," sagđi Tierney sem var keyptur frá Celtic síđasta sumar.

„Allir í búningsklefanum hafa trú á hvor öđrum og á knattspyrnustjóranum."

Arsenal mćtir Leicester í ţađ sem verđur vćntanlega erfiđum leikur á laugardaginn.