fim 07.nóv 2019
Evrópudeildin: Rúnar spilaði ekki í stóru tapi gegn AZ
Rúnar Már Sigurjónsson var fyrr í dag valinn í landsliðshópinn.
Astana 0 - 5 AZ
0-1 Myron Boadu ('29 )
0-2 Fredrik Midtsjo ('52 )
0-3 Oussama Idrissi ('57 )
0-4 Pantelis Hatzidiakos ('76 )
0-5 Myron Boadu ('77 )

Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í leikmannahópi Astana er liðið tapaði stórt á heimavelli AZ Alkmaar í Evrópudeildinni. Rúnar var fyrr í dag valinn í landsliðshóp Íslands fyrir leiki gegn Tyrklandi og Moldóvu.

Rúnar er að koma til baka úr meiðslum sem hann hlaut í síðasta landsliðsverkefni.

Albert Guðmundsson var þá ekki heldur með í leiknum, hann spilar ekki aftur með AZ fyrr en á næsta ári vegna meiðsla.

AZ valtaði yfir Astana og urðu lokatölur 5-0. Myron Boadu skoraði eina mark fyrri hálfleiks, en í seinni hálfleiknum bættu Fredrik Midtsjo, Oussama Idrissi og Pantelis Hatzidiakos við mörkum. Boadu batt svo lokahnútinn með öðru marki sínu.

Leikurinn var í L-riðli og er AZ núna á toppi riðilsins með átta stig. Astana er á botninum án stiga.

Klukkan 20:00 mætast Manchester United og Partizan í riðlinum þar sem Man Utd getur tryggt sig áfram með sigri.