fim 07.nóv 2019
Man Utd á skriði í Evrópudeildinni
Manchester United er komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur á Partizan Belgrad frá Serbíu.

Þetta var einfaldur dagur á skrifstofunni hjá United og aldrei hætta á neinu öðru en sigri hjá Rauðu djöflunum.

Mason Greenwood og Anthony Martial skoruðu í fyrri hálfleik og bætti Marcus Rashford við þriðja markinu í síðari hálfleiknum.

United hefur núna ekki tapað í 15 leikjum í röð í Evrópudeildinni, en liðið vann keppnina árið 2017 eftir sigur á Ajax í úrslitaleik í Stokkohólmi.

Man Utd hefur unnið 11 af síðustu 15 leikjum sínum og gert fjögur jafntefli.