sun 10.nóv 2019
[email protected]
Þýskaland í dag - Topplið M'Gladbach fær Werder Bremen í heimsókn
 |
M'Gladbach er í góðum málum, þeir mæta Werder Bremen í dag. |
Það eru þrír leikir á dagskrá 11. umferðar þýsku úrvalsdeildarinnar í dag.
Fyrsti leikur dagsins hefst klukkan 12:30, þá tekur topplið M'Gladbach á móti Werder Bremen. Gestirnir hafa ekki byrjað tímabilið vel og eru að berjast í neðri hlutanum.
Wolfsburg fær Leverkusen í heimsókn klukkan 14:30, tveimur stigum munar á liðunum sem eru að berjast um miðja deild.
Elleftu umferðinni lýkur svo með leik Freiburg og Eintracht Frankfurt, flautað verður til leiks þar klukkan 17:00.
Sunnudagur 10. nóvember. 12:30 Gladbach - Werder
14:30 Wolfsburg - Leverkusen
17:00 Freiburg - Eintracht Frankfurt
|