sun 10.nóv 2019
Klopp: Eina leišin fyrir okkur til aš vinna City
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var aušvitaš rosalega įnęgšur eftir 3-1 sigur gegn Manchester City ķ ensku śrvalsdeildinni ķ kvöld.

Klopp var mjög įnęgšur meš einbeitinguna sem leikmenn Liverpool sżndu ķ varnarleiknum.

„Žeir voru mjög góšir," sagši Klopp viš BBC Sport. „Žeir voru mjög góšir og viš uršum aš verjast meš öllum sem viš įttum. Viš skorušum ótrśleg mörk."

„Žaš var erfitt aš spila, krafturinn ķ leiknum var svo mikill. Žetta var allt žess virši, frįbęrt. Žeir gefa boltann mikiš į Sterling og viš vöršumst žvķ vel aš mestu leyti. Žaš sįst hvaš geršist žegar viš gleymdum okkur."

„Strįkarnir voru mjög einbeittir og fókuserašir. Žaš var eina leišin fyrir okkur til aš vinna City, kannski geta önnur liš gert žaš öšruvķsi en žaš var eina leišin fyrir okkur."

Fyrsta mark Liverpool var skošaš meš VAR žar sem Manchester City vildi fį vķtaspyrnu į hinum enda vallarsins.

„Vandamįliš var VAR. Ég beiš bara. Žetta er ekki eins og žaš var įšur fyrr, en žaš er ekki vandamįl. Ég get fagnaš ķ kvöld."

Liverpool er į toppnum meš įtta stiga forskot.

„Allir leikirnir gegn City hafa veriš svona fyrir utan heimaleikinn okkar į sķšustu leiktķš. Bęši liš voru varkįrari ķ žeim leik. Žessi leikur var mjög lķflegur, ég kann vel viš žaš," sagši Jurgen Norbert Klopp.