fim 05.des 2019
Uppselt í ferð Fótbolta.net á Liverpool-West Ham
Liverpool mætir West Ham á Anfield í febrúar.
Ferðaskrifstofan Visitor er í samstarfi við Fótbolta.net með ferð á leik Liverpool og West Ham í ensku úrvalsdeildinni í febrúar en leikið verður á Anfield.

Leikurinn fer fram helgina 22-23. febrúar en fararstjórn verður í höndum Fótbolta.net.

Uppselt er í ferðina en hægt er að skrá sig á biðlista hjá Visitor í síma 578 9888 eða á netfanginu [email protected]

Um er að ræða flotta þriggja nátta ferð. Flogið er með EasyJet beint til Manchester á föstudegi og aftur til Íslands á mánudegi en flugtímarnir eru mjög þægilegir. Rúta til Liverpool frá flugvellinum í Manchester.

Verð frá kr. 169.900 á mann m.v. 2 saman í herbergi.

Smelltu hér til að lesa meira um ferðina