fim 14.nóv 2019
[email protected]
Manchester City ekki í bann frá Meistaradeildinni
Manchester City verður ekki dæmt í bann frá Evrópukeppnum fyrir brot á Financial Fair Play reglum UEFA. The Athletic segir frá, en ákvörðun í málinu verður tilkynnt í næsta mánuði.
Margir innan fótboltans hafa búist við því að City verði dæmt í bann frá Evrópukeppnum á næstu leiktíð. City er sakað um að hafa farið á bak við reglur með ýmsum brögðum en þýska blaðið Der Spiegel fjallaði ítarlega um málið.
UEFA hefur rannsakað málið í nokkra mánuði, en að sögn The Athletic mun City ekki fara í bann, heldur mun félagið fá sekt. UEFA sektaði City um 49 milljónir punda árið 2014 fyrir að brjóta fjármálareglur, og núna verður félagið aftur sektað.
Nánar má lesa um málið hérna.
|