lau 16.nóv 2019
Byrjunarlið U21 gegn Ítalíu: Finnur Tómas inn fyrir Ísak Óla
Finnur Tómas kemur inn í liðið.
Íslenska U21 árs landsliðið mætir í dag Ítalíu í undankeppni fyrir EM201. Leikið er á heimavelli SPAL á Ítalíu.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfarar liðsins, gera eina breytingu á byrjunarliðinu frá sigrinum gegn Írum á Víkingsvelli í október.

Finnur Tómas Pálmason tekur stöðu Ísaks Óla Ólafssonar í hjarta varnarinnar.

Byrjunarlið Íslands:
Patrik Sigurður Gunnarsson #13
Alfons Sampsted #2
Finnur Tómas Pálmason #3
Alex Þór Hauksson #6
Stefán Teitur Þórðarson #9
Jón Dagur Þorsteinsson #11
Hörður Ingi Gunnarsson #16
Sveinn Aron Guðjohnsen #17
Willum Þór Willumsson #18
Kolbeinn Birgi Finnson #20
Ari Leifsson #23