þri 19.nóv 2019
U20: Englendingar gengu á lagið í síðari hálfleik gegn Íslandi
Ian Poveda Ocampo skoraði tvö mörk fyrir England
England U20 3 - 0 Ísland U20
1-0 Danny Loader ('50 )
2-0 Ian Poveda Ocampo ('71 )
3-0 Ian Poveda Ocampo ('73 )

Enska landsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann Ísland 3-0 í vináttuleik á Adams Parke í Wycombe í kvöld. Öll mörk Englendinga komu í síðari hálfleik.

England U20 3 - 0 Ísland U20 - Lestu textalýsinguna

Besta færi Íslands kom á 37. mínútu er Valdimar Ingimundarson slapp í gegn og ætlaði að fara framhjá Billy Crellin í markinu en markvörðurinn rétt náði að koma puttunum á boltann og stöðva Kolbein.

Englendingar komu öflugir til leiks í þeim síðari og skoraði Danny Loader, leikmaður Reading, fyrsta markið. Hann stakk sér fram fyrir Finn Tómas Pálmason og skoraði örugglega.

Heimamenn áttu þá skot í stöng á 58. mínútu áður en þeir kynntu Ian Poveda Ocampo, leikmann Manchester City, til leiks þremur mínútum síðar. Hann skoraði tvö mörk fyrir Englendinga á tveimur mínútum.

Fyrra mark hans kom á 71. mínútu eftir sendingu frá Loader en hann fékk dágóðan tíma til að athafna sig í teignum áður en hann skoraði. Ocampo skoraði svo tveimur mínútum síðar með góðu hægri fótar skoti.

Lokatölur 3-0 fyrir England. Fínasti fyrri hálfleikur hjá íslenska liðinu en enska liðið reyndist of sterkt í þeim síðari.

Byrjunarlið Englands: Crellin (M), Cochrane, Bogle, Longstaff, Gibson, Bolton, Latibaudiere, Tavernier, Loader, Gomes, Clarke.

Byrjunarlið Íslands: Elías Rafn Ólafsson (M), Hjalti Sigurðsson, Torfi Tímoteus Gunnarsson, Finnur Tómas Pálmason, Davíð Ingvarsson, Alex Þór Hauksson, Daníel Hafsteinsson, Kolbeinn Þórðarson, Kolbeinn Birgir Finnsson, Valdimar Þór Ingimundarson, Brynjólfur Darri Willumsson.