fim 21.nóv 2019
Leikmenn í Hollandi spila ekki fyrstu mínútuna - Barátta gegn fordómum
Elías Már Ómarsson og Ahmed Mendes Moreira.
Leikmenn í tveimur efstu deildunum í Hollandi ætla ekki að spila fyrstu mínútuna í leikjum helgarinnar. Þetta gera þeir til að vekja athygli á baráttunni við kynþáttafordóma.

Leikmenn ætla að standa kyrrir á vellinum og á stöðutöflunni á leikvöngunum mun standa: „Kynþáttafordómar? Þá spilum við ekki fótbolta."

Einni mínútu verður síðan bætt við í viðbótartíma í fyrri hálfleik í leikjunum.

Kveikjan að þessu átaki eru kynþáttafordómar sem Ahmad Mendes Moreira leikmaður Excelsior varð fyrir frá stuðningsmönnum Den Bosch um síðustu helgi.

Elías Már Ómarsson er liðsfélagi Mendes en hann tjáði sig um atvikið í viðtali á Fótbolta.net í gær..

Sjá einnig:
FC Den Bosch biðst afsökunar fyrir skelfileg viðbrögð