mið 04.des 2019
Stuðningsmenn Bordeaux trylltir - Leik hætt í 25 mínútur
Úr leik hjá Bordeaux.
Stuðningsmenn franska félagsins Bordeaux voru trylltir á leik liðsins gegn Nimes í frönsku úrvalsdeildinni í gær.

Stuðningsmennirnir eru ósáttir við eignarhald Bordeaux og vilja að forsetinn Frederic Longuepee segi af sér.

Eftir ellefu mínútur í leiknum í gærkvöldi mættu tugir stuðningsmanna Bordeaux úr stúkunni og niður á hliðarlínu til að mótmæla.

Dómari leiksins stöðvaði leikinn í 25 mínútur áður en áhorfendurnir voru fjarlægðir frá hliðarlínunni.

Bordeaux vann leikinn 6-0 en Josh Maja, fyrrum leikmaður Sunderland, var í stuði og skoraði þrennu.