sun 08.des 2019
Ašeins Liverpool bakverširnir į undan Ķslandsvininum Baldock
George Baldock.
George Baldock var į skotskónum žegar Sheffield United vann Norwich 2-1 ķ ensku śrvalsdeildinni. Žį lagši hann upp hitt markiš sem United skoraši ķ leiknum.

Hinn 26 įra gamli Baldock hefur veriš öflugur meš spśtnikliši Sheffield United ķ ensku śrvalsdeildinni į žessu tķmabili.

Baldock spilaši meš ĶBV įriš 2012 en hann var žį ķ lįni frį Milton Keynes Dons.

Hann hefur nśna komiš aš fimm mörkum ķ deildinni į žessu tķmabili (tvö mörk og žrjįr stošsendingar). Af varnarmönnum deildarinnar eru ašeins tveir sem hafa komiš aš fleiri mörkum en Baldock. Žaš eru bakveršir Liverpool, Andy Robertson og Trent Alexander-Arnold.

Alexander-Arnold hefur komiš aš sjö mörkum og Robertson aš fimm mörkum.