fim 12.des 2019
Mandzukic ekki bođiđ á jólaball Juventus
Leonardo Bonucci mćtti á jólaballiđ og skemmti sér vel.
Króatíska sóknarmanninum Mario Mandzukic var ekki bođiđ á jólaskemmtun Juventus.

Ţessi 33 ára sóknarmađur hefur ekki spilađ mínútu fyrir Maurizio Sarri á ţessu tímabili og er ekki í náđinni hjá Ítalíumeisturunum. Hann ćfir einn, ekki međ hópnum, og vonast til ađ komast frá Tórínó í janúarglugganum.

Borussia Dortmund hefur áhuga á ađ fá Mandzukic en tilbođ ţýska félagsins er talsvert frá verđmiđa Juventus. Ţá eru launatölur hans einnig hindrun.

Allur leikmannahópur Juventus mćtti á jólaskemmtun félagsins sem haldin var af stjórnarformanninum Andrea Agnelli, fyrir utan Mandzukic.

Mandzukic var orđađur viđ Manchester United en sagt er ađ enska félagiđ horfi nú í ađrar áttir. Samningur leikmannsins rennur út 2021.