mán 13.jan 2020
Begovic til AC Milan (Stađfest)
Bournemouth hefur stađfest ađ Asmir Begovic, markvörđur félagsins, er genginn í rađir AC Milan á láni út ţessa leiktíđ.

Aston Villa vildi fá Pepe Reina, markvörđ Milan, á láni út leiktíđina og ţví vantađi Milan markvörđ í stađinn.

Begovic, sem er 32 ára, varđ fyrir valinu hjá Milan. Begovic sló fyrst í gegn hjá Stoke City og ţađan var hann keyptur til Chelsea áriđ 2015.

Begovic var fenginn til Bournemouth sumariđ 2017 og lék 62 deildarleiki hjá félaginu. Begovic á ađ baki 61 landsleik fyrir Bosníu og Hersegóvínu.