fim 16.jan 2020
Myndband: Valverde fær eins leiks bann fyrir tæklinguna
Federico Valverde fær eins leiks bann fyrir tæklingu sína sem tryggði Real Madrid vítaspyrnukeppni gegn Atletico Madrid á sunnudaginn.

Myndand af tæklingunni má sjá neðst í fréttinni. Morata var kominn einn í gegn og Valverde tók hann niður fyrir utan teig til að koma í veg fyrir skottilraun Morata.

Spænska knattspyrnusambandið segir í tilkynningu sinni að Valverde fái einungis eins leiks bann.

Hann missir af leik Real gegn Sevilla á laugardaginn.