fim 16.jan 2020
[email protected]
Tottenham lánar Clarke til QPR (Staðfest)
Tottenham Hotspur hefur lánað kantmanninn Jack Clarke til QPR út tímabilið. Clarke kom til Tottenham frá Leeds síðastliðið sumar en hann þykir mikið efni. Hinn 19 ára gamli Clarke var í láni hjá Leeds fyrri hluta tímabils en þar spilaði hann lítið.
Celtic, Middlesbrough og fleiri félög vildu fá Clarke í sínar raðir núna í janúar en QPR náði að krækja í hann.
„Ég er ánægður og hlakka til að byrja. Vonandi get ég hjálpað liðinu," sagði Clarke.
|