fös 17.jan 2020
Hrólfur áfram hjá Þrótti Vogum
Varnarmaðurinn Hrólfur Sveinsson hefur gert nýjan tveggja ára samning við Þrótt Vogum.

Hrólfur sem er 22 ára kom til Þróttar árið 2017 eftir að hafa spilað upp yngri flokka hjá FH.

Hann hefur spilað 80 leiki fyrir félagið í mótum KSÍ og verið einn af burðarásum liðsins síðustu árin.

Hrólfur var kosinn efnilegasti leikmaður Þróttar haustið 2017 þegar félagið fór upp úr 3. deildinni.