fim 23.jan 2020
Fyrsti Tansaníumaðurinn í úrvalsdeildinni
Aston Villa keypti framherja snemma í vikunni. Mbwana Samatta heitir sá og keypti Villa hann frá Belgíumeisturunum í Genk.

Samtta verður, þegar hann spilar sinn fyrsta leik fyrir Villa, fyrsti leikmaðurinn frá Tansaníu til að spila í úrvalsdeildinni.

„Rík­is­stjórn­in og all­ir Tans­aníu­bú­ar eru hæst­ánægðir með hvert Samatta hef­ur náð á sín­um knatt­spyrnu­ferli," sagði íþrótta- og mennta­málaráðherra lands­ins, Harri­son Mwa­ky­em­be.

Samatta, sem er 27 ára gamall, var keyptur til að leysa Brasilíumanninn Wesley af hólmi en Wesley meiddist illa fyrr í mánuðinum og verður frá út tímabilið.