fös 24.jan 2020
Ítalía um helgina - Birkir í beinni útsendingu í kvöld
Immobile hefur skorađ ţrjú og lagt eitt upp í sex leikjum međ Lazio gegn Roma. Hann er markahćstur í Serie A ţessa stundina međ 23 mörk í 19 leikjum.
Mynd: Getty Images

Ţađ er fjörug helgi framundan í ítalska boltanum og hefst veislan strax í kvöld ţegar Birkir Bjarnason og félagar í Brescia taka á móti AC Milan.

Birkir spilađi seinni hálfleikinn í 2-2 jafntefli gegn Cagliari um síđustu helgi. Leikurinn var fjörugur og fékk Mario Balotelli, samherji Birkis, beint rautt spjald ađeins átta mínútum eftir ađ hafa veriđ skipt inn á völlinn.

Brescia er í fallsćti međ 15 stig eftir 20 umferđir. Milan hefur veriđ ađ spila vel eftir komu Zlatan Ibrahimovic og er búiđ ađ vinna tvo leiki í röđ. Zlatan og félagar eru ađeins tveimur stigum frá Evrópusćti sem stendur.

Á morgun eru ţrír leikir á dagskrá en ađeins viđureign Torino og Atalanta verđur sýnd beint.

Sunnudagurinn verđur fjörugur og eru fjórir leikir í beinni útsendingu. Inter mćtir Cagliari í hádeginu, Parma tekur svo á móti Udinese áđur en fjöriđ hefst fyrir alvöru.

Sunnudagskvöldiđ er ómissandi ţar sem Roma og Lazio mćtast í höfuđborgarslagnum áđur en Napoli tekur á móti toppliđi Juventus í hatrömmum fjandslag.

Föstudagur:
19:45 Brescia - AC Milan (Stöđ 2 Sport 3)

Laugardagur:
14:00 SPAL - Bologna
17:00 Fiorentina - Genoa
19:45 Torino - Atalanta (Stöđ 2 Sport 2)

Sunnudagur:
11:30 Inter - Cagliari (Stöđ 2 Sport 3)
14:00 Parma - Udinese (Stöđ 2 Sport 2)
14:00 Sampdoria - Sassuolo
14:00 Verona - Lecce
17:00 Roma - Lazio (Stöđ 2 Sport 2)
19:45 Napoli - Juventus (Stöđ 2 Sport)