lau 25.jan 2020
Julien Laurens: Mbappe fer eftir tímabiliđ
Mbappe varđ heimsmeistari međ Frakklandi sumariđ 2018.
Franski fréttamađurinn Julien Laurens starfar fyrir Le Parisien og hefur veriđ ađ sinna störfum fyrir BT Sport og ESPN í franska boltanum. Hann er mikilsvirtur í Frakklandi og býst hann viđ ađ Kylian Mbappe skipti um félag nćsta sumar.

Mbappe er ađeins 21 árs gamall en er ţegar talinn til bestu leikmanna heims. Hann er vafalítiđ efnilegasti leikmađur í heimi en vill róa á önnur miđ eftir ţrjú stórkostleg tímabil međ PSG.

Ţađ eina sem gćti veriđ ţví til fyrirstöđu er verđmiđinn, en Mbappe er verđmćtasti leikmađur heims um ţessar mundir og er ekki falur fyrir minna en 200 milljónir evra.

Framherjinn á ennţá tvö og hálft ár eftir af samningi sínum viđ PSG en vill ekki skrifa undir nýjan samning ţrátt fyrir tilraunir stjórnenda félagsins.

Síđustu tvö tímabil er Mbappe međ 46 mörk í 43 deildarleikjum. Hann skorađi 13 í 27 leikjum á sínu fyrsta tímabili ţegar hann var enn táningur.

Laurens segir ýmis félög koma til greina fyrir Mbappe en Real Madrid er líklegasti áfangastađurinn.

Sjá einnig:
Mbappe vill feta í fótspor Ronaldo