lau 25.jan 2020
Faxaflóamótið: Vigdís Lilja með þrennu gegn HK
Augnablik 3 - 0 HK
1-0 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('55)
2-0 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('79)
3-0 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('90)

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik í leik Augnabliks gegn HK í Faxaflóamótinu.

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir sá um að breyta því með magnaðri frammistöðu í síðari hálfleik.

Hún skoraði á 55. mínútu leiksins og bætti tveimur mörkum við á lokakaflanum. Vigdís Lilja skoraði því öll þrjú mörk leiksins og tryggði sigurinn.

Liðin mættust í annarri umferð og eru þetta fyrstu stig Augnabliks, sem tapaði með naumindum gegn ÍA í fyrstu umferð. HK er án stiga með markatöluna 0-12 eftir stórt tap gegn ÍBV.