þri 28.jan 2020
Arsenal fer til Dúbaí
Sólin skín í Dúbaí.
Arsenal mun halda til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og æfa í hitanum þar 7. - 11. febrúar.

„Mikel Arteta mun nota æfingabúðirnar til að hrista hópinn saman í heitara loftslagi," segir í yfirlýsingu Arsenal.

Arsenal mætir Burnley 2. febrúar en fær svo smá vetrarfrí áður en haldið verður í sólina.

„Dúbaí er frábær staður og aðstæður þar til æfinga eru fyrsta flokks. Það verður gott fyrir okkur að skipta um umhverfi áður en við föum í mikilvægan kafla á tímabilinu," segir Arteta.

Arsenal er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og þá er liðið einnig í eldlínunni í Evrópudeildinni og FA-bikarnum.