fim 26.mar 2020
Útvarpsþátturinn - Boltahringborðið
Boltahringborðið var dregið fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag. Þátturinn er í hlaðvarpsformi á meðan á samkomubanni stendur.

Elvar Geir og Tómas Þór fengu liðsstyrk en Magnús Már og Benedikt Bóas voru með þeim í þætti dagsins.

Hver og einn kemur með sitt umræðuefni að hringborðinu, umræðuefni sem tengjast íslenska boltanum, enska boltanum og Evrópuboltanum.

Hlustaðu í spilaranum hér að ofan eða í gegnum Podcast forrit.