sun 29.mar 2020
[email protected]
Á þessum degi sem Derby féll á mettíma
 |
Einu af 20 deildarmörkum liðsins 2007/08 fagnað. |
Dagurinn í dag er 29. mars 2020, en fyrir 12 árum í dag setti Derby County met í ensku úrvalsdeildinni. Um er að ræða met sem er svo sannarlega ekki eftirsóknarvert.
Félagið féll nefnilega úr deildinni á mettíma, en aldrei hefur eitt félag fallið jafnfljótt úr ensku úrvalsdeildinni og Derby þetta tímabil.
Tímabilið var hrein hörmung fyrir Derby sem setti einnig met yfir fæst stig í ensku úrvalsdeildinni á einu tímabili; aðeins 11 talsins. Derby vann aðeins einn leik allt tímabilið.
Frá því að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni hefur Derby leikið í næst efstu deild. Liðið komst í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrra en tapaði þá gegn Aston Villa á Wembley.
|