sun 29.mar 2020
[email protected]
Allt í góðu að mati Gundogan að gefa Liverpool titilinn
 |
Ilkay Gundogan. |
Ilkay Gundogan, miðjumaður Manchester City, segir það allt í lagi sín vegna að Liverpool fái enska úrvalsdeildartitilinn eins og staðan er núna.
Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi deildarinnar þegar liðið á eftir níu leiki. Núna er hins vegar hlé á deildinni vegna kórónuveirunnar.
Nú er óvissa með framhaldið hvenær deildin getur hafist aftur, en sumir hafa kallað eftir því að deildinni verði aflýst. Ef að deildinni yrði aflýst þá væri það allt í lagi að mati Gundogan að gefa Liverpool titilinn.
Gundogan, sem leikur með helstu keppinautum Liverpool í Man City, segir við ZDF í Þýskalandi: „Það væri allt í lagi mín vegna (ef Liverpool fengi bara titilinn)." Gundogan segir jafnframt að það sé erfitt að takast á við þetta ástand. „Þetta er ótrúleg staða og það er erfitt að átta sig á þessu. Þú er stundum hræddur um að fara í göngutúr í 10-15 mínútur." Hér að neðan má sjá hvernig staðan er í ensku úrvalsdeildinni.
|