mán 30.mar 2020
Tíu ađilar í vinnuhópi um fjármál félaga
Gísli Gíslason varaformađur KSÍ er í nefndinni.
Á fundi sínum ţann 26. mars rćddi stjórn KSÍ fjármál félaga í tengslum viđ ţá stöđu mála sem komin er upp varđandi heimsfaraldur COVID-19, og stađfesti jafnframt skipan vinnuhóps um máliđ. Formađur KSÍ upplýsti stjórnina um vinnu starfshópsins og nćstu skref.

Í fundargerđ stjórnar kemur eftirfarandi m.a. fram: „Nćsta skref er ađ greina stöđuna hjá félögunum međ samrćmdum hćtti. Útbúiđ hefur veriđ minnisblađ fyrir félögin varđandi umsóknir um sértćk úrrćđi í takti viđ ný lög (hlutabćtur og greiđslur í sóttkví). Úrrćđin nýtast félögunum misjafnlega vegna ólíkrar stöđu ţeirra. Vinna Deloitte í ţessum málum er vönduđ og gagnast vel og verđur vonandi nýtt til lengri tíma litiđ. Rćtt um framlag ríkisins til íţróttamála. Einnig var rćtt um stöđuna hjá félögunum gagnvart yngri flokkum sem einnig er misjöfn á milli félaganna."

Vinnuhóp um fjármál félaga skipa eftirtaldir tíu ađilar:
Guđni Bergsson, formađur KSÍ
Gísli Gíslason, varaformađur KSÍ
Klara Bjartmarz, framkvćmdastjóri KSÍ
Haraldur Haraldsson, stjórn KSÍ/Formađur ÍTF
Birgir Jóhannsson, framkvćmdastjóri ÍTF
Marteinn Ćgisson, formađur Ţróttar Vogum
Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtakanna
Birgir Jónasson, stjórn KŢÍ
Jónas Gestur Jónsson, Deloitte
Pétur Steinn Guđmundsson, Deloitte

Á stjórnarfundinum kynnti framkvćmdastjóri KSÍ minnisblađ um fjármál KSÍ og mat á fjárhagsáćtlun. Einnig kynnti Haraldur Haraldsson formađur ÍTF erindi frá ÍTF ţar sem fram koma m.a. tillögur um stuđning frá KSÍ viđ ađildarfélög sambandsins.