þri 31.mar 2020
[email protected]
Starfslið Tottenham tekur á sig launalækkanir
 |
Frá heimavelli Tottenham. |
Tottenham tilkynnti í dag að starfsmenn félagsins, þá er ekki verið að tala um leikmenn, muni lækka um 20% í launum á meðan kórónaveiruástandið er í gangi.
Félagið mun nýta sér möguleika bresku ríkisstjórnarinnar til að reyna að halda starfsfólki sínu.
Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, segir að staðan sé í sífelldri endurskoðun.
„Veiran hefur áhrif á alla einstaklinga jarðarinnar og á minni lífsleið hefur ekkert haft eins víðtæk áhrif. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að fótboltinn getur ekki haldið áfram í einhverri bubblu," segir Levy.
Levy mun sjálfur taka á sig lækkun launa en aðgerðirnar eru fyrir apríl og maí.
|