miđ 08.apr 2020
Halldór skorađi markiđ í Moskvu - Óli Ţórđar tók í Vasyl og lét hann heyra ţađ
Halldór Ómar Áskelsson skorađi frćgt mark í íslenskri knattspyrnusögu. Halldór segir frá ţví marki í samtali viđ Brynjar Karl Óttarsson í hlađvarpsţćttinum grenndargrali.

Halldór lék lengstum međ Ţór Akureyri en lék einnig međ Val og Dalvík á sínum ferli. Halldór lék alls 24 landsleiki og skorađi fjögur mörk. Eitt ţeirra stendur upp úr en ţađ er mark hans gegn Sovétríkjunum ytra í maí áriđ 1989.

„Ólafur međ langt innkast, Atli skallađi áfram, Sigurđur náđi ekki til knattarins. Halldór sem var á auđum sjó inn í vítateignum vinstra megin skorađi framhjá markverđi Sovétmanna Rinat Dasayev, tíu ógleymanlegar sekúndur," segir sögumađurinn Brynjar.

Niđurstađan gegn Sovétmönnum var 1-1 og stig náđist í Moskvu líkt og í júní 2018 ţegar Alfređ Finnbogason skorađi fyrsta mark Íslands á HM gegn Argentínu. Undir lok ţáttar segir Halldór frá baráttu Ólafs Ţórđarssonar og Vasyl Rats, stjörnu vćngmanni Sovétmanna.

„Í ţessum leik var mikil barátta á milli Óla Ţórđar og vćngmanns Sovétmanna, Vasyl Rats." sagđi Halldór. Hann segir ađ Óli hafi sett öxlina í Vasyl og ýtt honum út á hlaupabraut.

Ţeim tveimur lenti saman í ţrígang og í ţriđja skiptiđ var Óli frođufellandi út á miđri hlaupabraut og stóđ yfir Vasyl sem var 'drulluhrćddur'. Óli tók í treyju Vasyl og sagđi: „Stattu upp andskotans kommúnisti." Halldór segist aldrei hafa séđ hrćddari mann en Vasyl var á ţeim tímapunkti.

Smelltu hér til ađ hlusta á spjall Brynjars og Halldórs.