fös 10.apr 2020
Spila fótbolta fyrir framan gínur í Hvíta-Rússlandi
Dynamo Brest, ríkjandi meistarar efstu deild Hvíta-Rússlands, fara nýstárlegar leiđir í ţví ađ auka mćtingu á leikjum sínum. Félagiđ hefur komiđ fyrir gínum í stúkunni sem búiđ er ađ klćđa í fótboltatreyjur og klippa andlit á.

Hvíta-Rússland er eina landiđ í Evrópu ţar sem fótbolti er enn spilađur, en hlé hefur veriđ gert annars stađar vegna kórónuveirunnar. Mćting á leiki í Hvíta-Rússlandi er ţó farin ađ minnka vegna áhćttunnar.

Stuđningsmenn hjá tíu af 16 félögum efstu deildar, ţar á međal hjá Dynamo og Íslendingaliđinu BATE Borisov, hafa ákveđiđ ađ sniđganga leiki í deildinni. Stuđningsmennirnir halda sig fjarri og ţví eru gínurnar mćttar.

Dynamo hefur gefiđ ţeim sem vilja tćkifćri á ţví ađ kaupa miđa á leiki og fá mynd af sér í gínuhaus í stúkunni.

„Viđ skiljum ţá stuđningsmenn sem vilja ekki koma á leiki. Viđ ákváđum ađ búa til ţessa hugmynd í ţessari stöđu," segir ađalritari Dynamo Brest, Vladimir Machulsky.

Hvít-Rússar hafa ekki tekiđ hart á kórónuveirufaraldrinum. Forseti Hvíta-Rússlands, Alexander Lukashenko, hefur hvatt landsmenn til ađ drekka Vodka og ţvo sér um hendurnar međ ţví.

Einn Íslendingur leikur í deildinni en ţađ er Willum Ţór Willumsson sem er hjá BATE Borisov.