fös 10.apr 2020
Grótta segir fullyrđingar Kristjáns vera fráleitar
Ţađ er ţungt yfir Gróttumönnum vegna viđtals 433.is viđ Kristján Dađa Finnbjörnsson, fyrrum yngri flokka ţjálfara hjá félaginu.

Kristján ţjálfađi 6. 5. og 4. flokki karla hjá Gróttu áđur en hann var rekinn í janúar. Kristján segist vera ađ íhuga ađ leita réttar síns vegna brottrekstursins.

Grótta hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segir félagiđ fullyrđingar Kristjáns vera fráleitar.

Yfirlýsing frá ađalstjórn Gróttu
Fullyrđingar Kristjáns Dađa Finnbjörnssonar í fjölmiđlum um ađ liđsval í yngri flokkum hafi haft áhrif á starfslok hans hjá knattspyrnudeild Gróttu eru fráleitar og eiga ekki viđ nein rök ađ styđjast. Eina ástćđan fyrir brotthvarfi Kristjáns eru vinnubrögđ hans sjálfs og ófagleg framkoma gagnvart iđkendum, starfsfólki og stjórn barna- og unglingaráđs. Ţađ er auk ţess mjög ámćlisvert ađ barna- og unglingaţjálfari skuli tjá sig í fjölmiđlum um málefni ólögráđa iđkenda eins og gert hefur veriđ. Félagiđ hefur greitt Kristjáni ađ fullu fyrir ţau störf sem hann hefur unniđ fyrir félagiđ.

Kári Garđarsson
Framkvćmdastjóri Gróttu