fös 22.maí 2020
Þýskaland um helgina - Baráttan um Berlín - Bayern fer til Frankfurt
Bayern mætir Frankfurt
Þýski boltinn heldur áfram að rúlla um helgina en fyrsta umferðin gekk afar vel. Það er auðvitað spilað án áhorfenda en það eru öflugir leikir í 27. umferðinni.

Það er Berlínarslagur í kvöld en Hertha Berlín og Union Berlin berjast þá um borgina. Union tapaði 2-0 fyrir Bayern München síðustu helgi á meðan Hertha vann öruggan 3-0 sigur á Hoffenheim.

Á morgun eru svo fimm leikir á dagskrá. Freiburg mætir Werder Bremen. Á sama tíma spilar Gladbach við Bayer Leverkusen og Wolfsburg mætir heitu liði Borussia Dortmund.

Samúel Kári Friðjónsson og félagar í Paderborn spila þá við vængbrotið lið Hoffenheim. Bayern München spilar svo við Eintracht Frankfurt í lokaleik dagsins.

Þrír leikir fara fram á sunnudaginn. Schalke spilar við Alfreð Finnbogason og hans menn í Augsburg í fyrsta leik dagsins áður en Mainz og Leipzig mætast klukkan 13:30. Köln mætir þá Fortuna Düsseldorf í lokaleik umferðarinnar.

Leikir helgarinnar:

Í dag:
18:30 Hertha - Union Berlin

laugardagur 23. maí
13:30 Freiburg - Werder
13:30 Gladbach - Leverkusen
13:30 Wolfsburg - Dortmund
13:30 Paderborn - Hoffenheim
16:30 Bayern - Eintracht Frankfurt

sunnudagur 24. maí
11:30 Schalke 04 - Augsburg
13:30 Mainz - RB Leipzig
16:00 Koln - Fortuna Dusseldorf