lau 23.maí 2020
[email protected]
Þýskaland í dag - Hvað gerist í toppbaráttunni?
 |
Bayern tekur á móti Eintracht Frankfurt. |
Þýski boltinn er byrjaður að rúlla og eru fimm leikir í úrvalsdeild karla á þessum laugardegi.
Freiburg tekur á móti Werder Bremen, sem er í fallsæti. Á sama tíma spilar Gladbach við Bayer Leverkusen og Wolfsburg mætir heitu liði Borussia Dortmund.
Íslendingalið Paderborn tekur á móti Hoffenheim, en Samúel Kári Friðjónsson er byrjaður aftur að æfa eftir meiðsli. Spurning er hvort að hann verði í hóp í dag.
Bayern München spilar svo við Eintracht Frankfurt í lokaleik dagsins, en fyrir leiki dagsins er Bayern með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.
Allir leikirnir í dag verða sýnir á Viaplay.
laugardagur 23. maí 13:30 Freiburg - Werder (Viaplay) 13:30 Gladbach - Leverkusen (Viaplay) 13:30 Wolfsburg - Dortmund (Viaplay) 13:30 Paderborn - Hoffenheim (Viaplay) 16:30 Bayern - Eintracht Frankfurt (Viaplay)
|