fös 22.maí 2020
Þýskaland: Hertha fór illa með nágranna sína í Union
Úr leiknum í kvöld.
Hertha 4 - 0 Union Berlin
1-0 Vedad Ibisevic ('51 )
2-0 Dodi Lukebakio ('52 )
3-0 Matheus Cunha ('61 )
4-0 Dedryck Boyata ('77 )

Það fór einn leikur fram í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld, en hann fór þannig að Hertha Berlín fór illa með nágranna sína úr höfuðborginni í liði Union Berlín.

Leikurinn fór fram á tómum Ólympíuleikvanginum í Berlín, en Hertha gekk frá leiknum í byrjun síðari hálfleiks eftir markalausan fyrri hálfleik.

Vedad Ibisevic kom Hertha yfir á 51. mínútu og nokkrum sekúndum síðar skoraði Belginn Dodi Lukebakio. Matheus Cunha og Dedryck Boyata skoruðu svo tvö mörk til viðbótar og lokatölur í höfuðborginni 4-0 fyrir Hertha.

Hertha fer með þessum sigri upp í tíunda sæti, með fjórum stigum meira en Union sem er í tólfta sæti. Hertha hefur núna unnið báða leikina eftir að þýska úrvalsdeildin aftur, og það sannfærandi. Hertha vann 4-0 sigur á Hoffenheim um síðustu helgi.

Þýska úrvalsdeildin heldur áfram að rúlla á morgun og á sunnudaginn.