lau 23.maí 2020
[email protected]
Sjáðu hvernig pappaspjöldin hjá Gladbach koma út
Núna standa yfir fjórir leikir í þýsku úrvalsdeildinni, en Borussia Mönchengladbach er að spila á heimavelli gegn Bayer Leverkusen. Staðan þar er 1-0 fyrir Leverkusen, en Kai Havertz skoraði markið.
Engir áhorfendur eru leyfðir vegna kórónuveirufaraldursins, allir leikirnir sem eftir eru í þýsku úrvalsdeildinni fara fram án áhorfenda.
Gladbach fer skemmtilega leið en félagið er með pappamyndir af stuðningsmönnum í stúkunni. Fólk getur fengið mynd af sér fyrir 3 þúsund íslenskar krónur.
Þetta var frumsýnt núna áðan þar sem Gladbach er að spila sinn fyrsta heimaleik án áhorfenda. Hér að neðan má sjá hvernig þetta kemur út.
Einnig er athyglisvert að verið er að prófa að hafa áhorfendahljóð í hátalarakerfinu á leik Wolfsburg og Dortmund. Leikurinn er í beinni útsendingu á Viaplay.
Borussia Monchengladbach are playing their first home game in front of 13,000 cardboard cut-out fans. from r/soccer
|