sun 24.maí 2020
Hvíta-Rússland: Willum bikarmeistari međ BATE
Mynd: Getty Images

BATE Borisov 1 - 0 Dynamo Brest
1-0 Zakhar Volkov ('93)

BATE Borisov mćtti Dynamo Brest í úrslitaleik hvítrússneska bikarsins í dag.

Willum Ţór Willumsson sat á bekk BATE í venjulegum leiktíma, en stađan var markalaus eftir nokkuđ bragđdaufan leik.

Willum, sem hefur vakiđ verđskuldađa athygli á sér í Hvíta-Rússlandi, kom inn í framlengingu og lífgađi hressilega upp í sóknarleik BATE međ innkomu sinni.

Leikurinn hafđi veriđ jafn í 90 mínútur en nú sýndi BATE mikla yfirburđi og var vađandi í fćrum. Willum komst nálćgt ţví ađ skora en hitti boltann ekki nćgilega vel.

Ţađ var alveg undir lok leiksins sem Zakhar Volkov náđi ađ gera sigurmark BATE. Boltinn datt til hans eftir mikinn darrađadans innan vítateigs.

Leikurinn var flautađur af og BATE hampađi hvítrússneska bikarnum í fjórđa sinn í sögunni og í fyrsta sinn síđan 2015.

Willum er á sínu öđru tímabili hjá félaginu og hefur komiđ viđ sögu í öllum leikjum liđsins nema einum á árinu.