þri 26.maí 2020
Æfingaleikur: Selfoss lagði Keflavík
Erna Guðjónsdóttir skoraði fyrir Selfoss.
Selfoss lagði Keflavík 2-0 í æfingaleik sem fór fram í Reykjaneshöllinni í gærkvöldi.

Bikarmeistarar Selfyssinga hefja leik í Pepsi Max-deild kvenna gegn Fylki laugardaginn 13. júní en Keflavík mætir Völsungi í 1. umferð í 1. deildinni sunnudaginn 21. maí.

Keflavík 0 - 2 Selfoss
0-1 Tiffany McCarty
0-2 Erna Guðjónsdóttir