fös 29.maí 2020
KSÍ greiđir 100 milljónir til ađildarfélaga
Breiđablik og Valur fá rúmlega fimm milljónir í sinn hlut.
Mynd: KSÍ

Á fundi stjórnar 28. maí var fjallađ um fjármál knattspyrnuhreyfingarinnar í ljósi Covid-19. Formađur KSÍ, Guđni Bergsson, kynnti ađgerđir til stuđnings viđ ađildarfélög KSÍ í samrćmi viđ umrćđu á fyrri stjórnarfundum.

Stjórn KSÍ samţykkti ađ greiđa út 100 milljónum króna af eigin fé sambandsins til ađildarfélaga KSÍ. Öll ađildarfélög KSÍ, bćđi félög međ barna og unglingastarf og félög án ţess, fá ţar ađ auki niđurfellingu ferđaţátttökugjalds og ţátttökugjalds (skráningargjalds), alls tćpar 20 milljónir.

Breiđablik, Stjarnan, KR, Valur og Fylkir fá hćstu upphćđina eđa 5.308.756 hvert félag. Upphćđirnar fara síđan minnkandi á hvert félag alveg niđur í 75 ţúsund krónur sem félög í 4. deild karla og 2. deild kvenna, án unglingastarfs, fá í sínar hendur.

Smelltu hér til ađ sjá upphćđirnar hjá hverju félagi

Bókun stjórnar 28. maí 2020:
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur allt frá ţví samkomubann var fyrirskipađ ţann 16. mars sl. unniđ sérstaklega ađ hagsmunagćslu fyrir ađildarfélög KSÍ og ađ greiningu á ađstćđum ţeirra í samvinnu viđ ađildarfélögin og Deloitte. Hagsmunagćslan hefur m.a. falist í samskiptum viđ ríkiđ og áskorun um breytingar á launaúrrćđum og hlutabótaleiđ ríkisins. Einnig hefur veriđ barist fyrir auknu framlagi til íţróttahreyfingarinnar, sem var hćkkađ í fyrstu atrennu úr 250,0 mkr. í 450,0 mkr.

Ţá hefur KSÍ óskađ eftir ţví viđ FIFA og UEFA ađ alţjóđasamböndin grípi til ađgerđa međ sérstökum framlögum sem knattspyrnusamböndum yrđi m.a heimilt ađ greiđa til ađildarfélaga. Ţessi framlög kćmu ţá til viđbótar fyrirframgreiddum rekstrarframlögum alţjóđasambandanna sem gert er ráđ fyrir í framtíđarrekstraráćtlunum KSÍ.

Einnig hefur stjórn KSÍ samţykkt áskorun um ađ sveitarfélögin í landinu leggi íţróttahreyfingunni aukiđ liđ m.a. međ tilliti til barna- og unglingastarfs og mikilvćgi ţess í ţeirri viđspyrnu sem nauđsynleg er ađ loknu samkomubanni. Er vonast eftir ađgerđum sveitarfélaga í ţessu sambandi.

Öllum er ljóst ađ nauđsynlegar sóttvarnarađgerđir stjórnvalda hafa haft í för međ sér verulegt tjón fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Einnig hafa tekjur frá styrktar- og samstarfsađilum hruniđ vegna efnahagsástandsins. Ţrátt fyrir framlag ríkissjóđs til íţróttafélaga og ađgerđir á grunni svonefndra hlutastarfareglna ţá duga ţćr ađgerđir skammt ţegar horft er til heildartekjutaps félaganna.

Samkvćmt 7. grein laga KSÍ fer stjórn KSÍ međ ćđsta vald í málefnum sambandsins á milli ársţinga. Í ljósi ţess ađ umbođ stjórnar er á grundvelli samţykktrar fjárhagsáćtlunar ársţings KSÍ ţá er óhjákvćmilegt ađ stjórn KSÍ grípi til fordćmalausra ađgerđa í ţví skyni ađ liđsinna félögum sem eru ađilar ađ knattspyrnusambandinu. Sú ađgerđ felur í sér verulega breytingu á fjárhagsáćtlun ársins. Hafa verđur einnig í huga ađ ađgerđir vegna Covid-19 hafa haft veruleg áhrif á fjárhag KSÍ og ekki ljóst hver ţau áhrif endanlega verđa, m.a. vegna frestunar landsleikja og óvissu um nýja leikdaga ásamt mögulegum takmörkunum á fjölda áhorfenda. Einnig hefur veriđ horft til álits starfshóps um ćskilegt eigiđ fé KSÍ. Stjórnin hefur unniđ ákveđnar sviđsmyndir um möguleg áhrif ákvarđana UEFA varđandi umspilsleiki A landsliđs karla og leiki í Ţjóđadeildinni, en ekki liggur fyrir hvenćr ţau mál skýrast endanlega.

Međ vísan til alls framangreinds ţá hefur stjórn KSÍ samţykkt á fundum sínum 2., 8. apríl og 28. maí eftirfarandi ađgerđir í ţágu ađildarfélaganna:

Ađ flýta greiđslum til félaga í Pepsi Max deild karla vegna sjónvarpsréttar - alls ađ fjárhćđ 52,8 mkr. Stađfest á fundi stjórnar 2. apríl 2020.
Ađ flýta greiđslum til félaga í neđri deildum vegna barna- og unglingastyrks – alls ađ fjárhćđ 43,0 mkr. Samţykkt á stjórnarfundi 8. apríl 2020.
Niđurfelling á gjaldi vegna endurskráningar samninga vegna Covid-19. Samţykkt á fundi fjárhags- og endurskođunarnefndar KSÍ í apríl 2020.
Niđurfelling á ţátttökugjöldum (100.000.- á hvert liđ meistaraflokka, samtals 11.600.000.-) og ferđajöfnunargjaldi (75.000.- pr. skráđ liđ í meistaraflokki, samtals um 8.250.000.-). Samţykkt á stjórnarfundi 28. maí 2020.
Úthlutun til ađildarfélaga, kr. 100.000.- milljónir af eigin fé KSÍ til ađ koma til móts viđ fjárhagslegt tjón sem félögin hafa orđiđ fyrir vegna Covid-19 faraldursins. Samţykkt á stjórnarfundi 28. maí 2020.
Skipting ţeirrar úthlutunar sem nefnd er hér ađ ofan í 5. liđ er framkvćmd á grundvelli reiknilíkans sem var hannađ og notast viđ fyrir útgreiđslu sérstaks EM-framlags 2016 og HM-framlags áriđ 2018. Í ţví líkani er félögum skipt upp í tvo flokka. Annars vegar félög međ barna- og unglingastarf og hins vegar félög án ţess.

Félögin međ unglingastarf, sem eru alls 46, fá 100 mkr. úthlutun frá KSÍ sem skiptast eftir gefnum stigum sem miđast viđ stöđu í deildum karla og kvenna á tímabilunum 2019 og 2020.

Öll ađildarfélög KSÍ, bćđi félög međ barna og unglingastarf og félög án ţess, fá ţar ađ auki niđurfellingu ferđaţátttöku- og ţátttökugjalds (skráningargjalds), alls tćpar 20 milljónir.

Knattspyrnusambandiđ mun eftir sem áđur halda áfram hagsmunagćslu sinni og styđja eftir megni viđ ađildarfélög sín. Ţess má geta í ţví sambandi ađ á undanförnum ţremur árum, ađ fyrrgreindum ađgerđum međtöldum hefur sambandiđ nú greitt út til ađildarfélaganna um 700,0 mkr ásamt ţví ađ standa straum af öllum dómarakostnađi meistaraflokka á Íslandsmótum sem nemur um 480,0 mkr.

Smelltu hér til ađ sjá upphćđirnar hjá hverju félagi