ţri 02.jún 2020
[email protected]
Danmörk: Hjörtur og félagar héldu hreinu í sigri Bröndby
 |
Hjörtur er 25 ára gamall og hefur leikiđ fyrir Bröndby í fjögur ár. |
Bröndby 1 - 0 SönderjyskE 1-0 Jesper Lindström ('61)
Hjörtur Hermannsson var á sínum stađ í ţriggja manna varnarlínu Bröndby er liđiđ tók á móti SönderjyskE í eina leik dagsins í dönsku ofurdeildinni.
Ísak Óli Ólafsson var utan hóps hjá SönderjyskE rétt eins og Eggert Gunnţór Jónsson sem tók út leikbann vegna uppsafnađra spjalda.
Heimamenn voru betri í leiknum og stóđu uppi sem sigurvegarar ţökk sé marki frá Jesper Lindström.
Lindström var skipt inn í hálfleik og skorađi hann stundarfjórđungi síđar. Hann fékk langan bolta upp völlinn, sneri á varnarmann og klárađi međ lágu skoti í fjćrhorniđ.
Bröndby er í fjórđa sćti deildarinnar eftir sigurinn, tuttugu stigum frá toppliđi Midtjylland. SönderjyskE er fjórum stigum frá fallsvćđinu.
|