fim 04.jún 2020
Víkingur tekur yfir ćfingar yngri flokka í Safamýri í haust
Á fundi borgarráđs 27. júní 2019 var samţykkt samhljóđa ađ Knattspyrnufélagiđ Víkingur tćki viđ rekstri íţróttamannvirkja í Safamýri ţegar Fram hefur alfariđ flutt starfsemi sína í Úlfarárdal sem er fyrirhugađ haustiđ 2022.

Í kjölfariđ var stofnađur vinnuhópur félaganna tveggja, fulltrúa íbúa, ÍTR og ÍBR sem faliđ var ađ sinna stefnumótun og innleiđingu flutningsins. Hópurinn hefur hist á reglulegum stöđufundum ađ ţví er fram kemur í fréttatilkynningu í dag.

Knattspyrnufélagiđ Víkingur hefur tekiđ á ţessum tíma markviss skref til ađ tengja sig viđ hverfi Safamýrar s.s. međ yfirtöku á kvennaknattspyrnu í Safamýri, Íţróttaskóli Víkings hefur tekiđ til starfa í Álftamýrarskóla og Karatedeild Víkings hefur komiđ sér fyrir međ starfsemi sína í Safamýri.

Nú hefur veriđ ákveđiđ ađ Víkingur taki yfir allar ćfingar 7 ára og yngri í handknattleik og knattspyrnu frá og međ nýju skólaári í haust. Karatedeild Víkings reiđ á vađiđ í janúar síđastliđnum en nú bćtast handknattleikur og knattspyrna viđ.

Frekari upplýsingar vegna ţessa verđa kynntar í ágúst međ kynningum til foreldra og til skólastjórnenda í hverfinu.

Stefnt er á ađ Fram fái nýjan glćsilegan leikvang í Úlfarsárdal áriđ 2022 en liđiđ spilar heimaleiki sína í meistaraflokki áfram í Safamýri í sumar og á nćsta ári.