sun 07.jún 2020
Markahćstur í sögu Kína hraunađi yfir ríkisstjórnina
Hao Haidong er markahćsti leikmađur í sögu kínverska landsliđsins međ 41 mark í 107 leikjum. Hann lagđi skóna á hilluna 2007 eftir tvö ár hjá Sheffield United.

Haidong er 50 ára gamall og býr í suđurhluta Spánar. Hann kom óvćnt fram í YouTube kynningu milljarđamćringsins Guo Wengui sem býr í New York en er eftirlýstur af kínversku ríkisstjórninni fyrir ţađ sem hann segir vera falskar ásakanir. Hann er međal annars ásakađur um peningaţvćtti, mútuţćgni og fjársvik.

Myndbandiđ var rúmlega klukkutíma langt og sagđi Haidong međal annars ađ 'ţađ ćtti ađ banna Kommúnistaflokkinn frá mannkyninu'. Viđ hliđ Haidong sat eiginkona hans, kínverski badminton meistarinn Ye Zhaoying.

Myndbandiđ skapađi mikinn usla í Kína ţó almenningur eigi ekki ađ búa viđ ađgengi ađ YouTube. Í myndbandinu las Haidong upp stefnuyfirlýsingu Guo Wengui sem vill gjörbreyta stjórnarfarinu í Kína.

Kínverska ríkisstjórnin svarađi međ ţví ađ eyđa öllum gögnum frá afrekum Haidong međ kínverska landsliđinu. Ţá bannađi ríkiđ alla umrćđu um Haidong í fjölmiđlum og var almenningur varađur viđ ţví ađ rćđa um myndbandiđ á opinberum vettvangi.

Ekki leiđ á löngu ţar til ţessi skilabođ hurfu og augljóst ađ kínverska ríkisstjórnin hafi ákveđiđ ađ láta sem ekkert hafi gerst.

Eytt var öllum ađgöngum Haidong á kínverskum samfélagsmiđlum og er bannađ ađ nefna hann á nafn á internetinu.

„Ég hef engan áhuga á ađ tjá mig um máliđ," sagđi Geng Shuang, utanríkismálaráđherra Kína, á föstudaginn.