mán 29.jún 2020
[email protected]
Óskar Hrafn: Staðan í deildinni er augnabliksmynd
 |
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks |
Breiðablik fékk Fjölni í heimsókn á Kópavogsvöll í kvöld í 3. umferð Pepsí Max-deild karla. Breiðablik vann 3-1 sigur í fjörugum leik. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks var heilt yfir ánægður með spilamennskuna í leiknum.
„Mér fannst spilamennskan allt í lagi, ég hafði ekki mikinn smekk fyrir byrjuninni hvorki í fyrri né seinni hálfleik en svona heilt yfir þá fannst mér við töluvert betri aðilinn. Ég hefði viljað sjá okkur aðeins grimmari fyrir framan markið."
Gísli Eyjólfsson og Kristinn Steindórsson skoruðu báðir í kvöld og er Óskar gríðarlega ánægður með þeirra byrjun á tímabilinu.
„Gísli átti það svo innilega skilið, hann hefur verið frábær í fyrstu leikjunum en hefur ekki náð að skora þangað til núna. Þetta var fullkominn endir á kvöldinu. Ég held að það viti það allir að Kiddi er góður upp við markið og er frábær leikur. Ég held að honum líði vel hjá okkur og það skilar sér inn á vellinum." „Þetta er sennilega bara eins gott að það getur orðið og ekkert hægt að kvarta, en sagði ekki góður maður að staðan í deildinni er augnabliksmynd, hún gefur þér ekkert nema vissuna að hlutirnir séu allt í lagi. Það er alveg ljóst að við getum gert betur í öllum atriðum." Sagði Óskar að lokum um góða byrjun Breiðabliks á þessu tímabili.
|