fim 02.júl 2020
Kolbeinn spilađi hálfleik - „Af hverju er Hamren í VIP?"
Kolbeinn Sigţórsson.
Kolbeinn Sigţórsson var í byrjunarliđi AIK er liđiđ tapađi 1-0 fyrir Gautaborg. Kolbeinn var tekinn af velli í hálfleik, en Erik Hamren, landsliđsţjálfari Íslands, var á vellinum.

Hamren var á VIP-svćđinu og velta gárungarnir á Twitter ţví fyrir sér af hverju Hamren fái ađ mćta á leikinn á međan stuđningsmenn ţurfi ađ horfa heima í stofu. Ţađ er leikiđ fyrir luktum dyrum í Svíţjóđ vegna kórónuveirufaraldursins.

Sjá einnig:
Kolbeinn telur ađ hann hafi fengiđ kórónaveiruna

AIK er í áttunda sćti sćnsku úrvalsdeildarinnar međ sjö stig eftir fimm leiki.

Aron Jóhannsson var ekki í leikmannahópi Hammarby og Óskar Ţór Sverrisson var ekki í leikmannahópi Hacken. Hammarby vann 1-0 sigur á Varbergs og Hacken gerđi markalaust jafntefli viđ Örebro á útivelli.

Theódór Elmar spilađi 70 mínútur
Í Tyrklandi lék Theódór Elmar Bjarnason 70 mínútur fyrir Akhisarspor ţegar liđiđ vann 1-0 útisigur gegn Istanbulspor AS. Sigurmarkiđ kom á 83. mínútu.

Theódór Elmar og félagar eru í fimmta sćti ţegar ţrjár umferđir eru eftir. Ţeir eru á leiđ í umspil um sćti í úrvalsdeild eins og stađan er núna.