fim 02.júl 2020
1. deild kvenna: Stórsigur Keflavíkur og tvö jafntefli
Aníta Lind skoraði tvö fyrir Keflavík.
Það voru þrír leikir í Lengjudeild kvenna í kvöld og allir voru þeir í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Keflavík er á toppnum eftir auðveldan 5-0 sigur á Augnabliki. Aníta Lind Daníelsdóttir skoraði tvennu fyrir Keflvíkinga og var maður leiksins. Keflavík var 4-0 yfir í hálfleik og afar þægilegur sigur fyrir þær. Keflavík er með sjö stig, en Augnablik eitt.

Hinir tveir leikir kvöldsins enduðu með jafntefli. Haukar og ÍA skildu jöfn, 2-2, á Ásvöllum. ÍA komst einu sinni yfir og Haukar einu sinni yfir, en lokaniðurstaðan jafntefli. Haukar eru með fimm stig, en ÍA hefur gert jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum.

Þá gerðu Grótta og Afturelding markalaust jafntefli þar sem Tinna Brá Magnúsdóttir, markvörður Gróttu, varði vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Grótta er með fimm stig, eins og Haukar, en Afturelding er með stigi minna.

Grótta 0 - 0 Afturelding
0-0 Kaela Lee Dickerman ('43 , misnotað víti)
Lestu nánar um leikinn

Haukar 2 - 2 ÍA
0-1 Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir ('6 )
1-1 Vienna Behnke ('23 )
2-1 Kristín Fjóla Sigþórsdóttir ('64 )
2-2 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('84 )
Lestu nánar um leikinn

Keflavík 5 - 0 Augnablik
1-0 Anita Lind Daníelsdóttir ('11 )
2-0 Dröfn Einarsdóttir ('21 )
3-0 Paula Isabelle Germino Watnick ('26 )
4-0 Anita Lind Daníelsdóttir ('42 )
5-0 Natasha Moraa Anasi ('87 )
Lestu nánar um leikinn