lau 04.júl 2020
[email protected]
Sigur ÍA gegn Val og Lengjudeildin á X977 í dag
 |
Fjallað verður um áhugaverðan sigur ÍA gegn Val. |
Elvar Geir og Tómas Þór halda um stjórnartaumana í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag. Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14.
Svona verður dagskráin í dag:
12:00 Fjallað um Pepsi Max-deildina, leikur Vals og ÍA gerður upp og helstu félagaskiptin fyrir gluggalok skoðuð.
12:30 Lengjudeildarhringborð. Úlfur Blandon og Rafn Markús Vilbergsson mæta í hljóðver og skoða allt það helsta sem er að gerast í Lengjudeildinni.
13:30 Fjallað um nýju landsliðstreyjuna og landsliðsmerkið.
Upptaka af þættinum verður svo komin á Fótbolta.net, Vísi og á allar hlaðvarpsveitur fljótlega eftir að honum lýkur.
|