lau 04.júl 2020
Sveinn Aron fær mjög lítið að spila
Sveinn Aron Guðjohnsen er leikmaður Spezia og íslenska U21 árs landsliðsins.

Í gærkvöldi sat hann allan tímann á varamannabekknum þegar Spezia sótti Frosinone heim í 32. umferð B-deildarinnar á Ítalíu. Frosinone hirti stigin þrjú úr leiknum.

Frosinone skoraði snemma leiks en Spezia jafnaði snemma í seinni hálfleik. Sigurmarkið heimamanna kom svo undir lokin.

Sveinn Aron hefur einungis komið einu sinni við sögu sem varamaður í síðustu þrettán leikjum.

Spezia situr í 6. sæti og Frosinone því fimmta. 3. - 8. sætið fara áfram í umspil um eitt laust sæti í efstu deild.