lau 04.júl 2020
[email protected]
Championship: Derby jafnaði með flautumarki - Gott fyrir Leeds
 |
Chris Martin skoraði jöfnunarmarkið á 98. mínútu. |
Derby County 1 - 1 Nott. Forest 0-1 Joe Lolley ('12 )
1-1 Chris Martin ('98 )
Rautt spjald: Martyn Waghorn, Derby County ('94)
Einum leik er lokið í ensku Championship-deildinni í dag. Derby fékk Nottingham í heimsókn en liðin eru bæði á efri helmingi töflunnar.
Joe Lolley skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu fyrri gestina og þannig var staðan fram í uppbótartíma seinni hálfleiks. Á áttundu mínútu hans jafnaði framherjinn Chris Martin leikinn fyrir Derby með svokölluðu flautumarki. Skömmu eftir markið var leikurinn flautaður af.
Í uppbótartíma fékk varamaðurinn Martyn Waghorn að líta beint rautt spjald hjá Derby. Með sigri hefði Nottingham farið upp í 3. sæti deildarinnar og haldið pressu á WBA og Leeds í toppsætum deildarinnar. Liðið er nú sjö stigum frá Leeds í toppsætinu og Derby er markatölunni frá því að vera í umspilssæti. Fullt af leikjum hefjast klukkan 14:00 í Championship-deildinni.
|