lau 04.júl 2020
[email protected]
Blaðamaður Mirror um Bruno og Pogba: Meira bullið
 |
Pogba og Bruno spiluðu báðir í dag og áttu góðan leik. |
Simon Mullock, blaðamaður Mirror sem skrifaði greinina um að Bruno Fernandes og Paul Pogba hefðu meiðst á æfingu í gær, segir að það hafi verið algert rugl.
Í greininni sagði að þeir hefðu lent í samstuði og að Fernandes hefði farið verr úr því. Þurftu þeir báðir að hætta á æfingunni og yrðu ekki með í leiknum gegn Bournemouth sem fór fram áðan.
Þeir voru hins vegar báðir með, voru frískir og áttu mjög flottan leik í 5-2 sigri.
Talið er að grein Mullock hafi verið byggð á falsfrétt. Hann segir sjálfur á Twitter að þetta hafi endað á því að vera algert bull.
„Við hringdum í Man Utd. Þetta var samt algert bull, það er enginn vafi á því," skrifar Mullock á Twitter en Mirror er búið að eyða frétt sinni.
|