lau 04.júl 2020
[email protected]
Byrjunarlið Chelsea og Watford: Alonso settur út úr liðinu
 |
Lampard tekur Alonso út. |
Klukkan 19:00 verður flautaður af stað síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni þegar Chelsea tekur á móti Watford á Brúnni.
Chelsea féll niður í fimmta sæti deildarinnar fyrr í dag þegar Manchester United vann 5-2 sigur á Bournemouth. Chelsea fer aftur upp í fjórða sæti með sigri gegn Watford.
Marcos Alonso var var harðlega gagnrýndur eftir tapið gegn West Ham í síðasta leik Chelsea. Frank Lampard setur Alonso á vekkinn ásamt Antonio Rudiger. Olivier Giroud byrjar þá fremstur í stað Tammy Abraham en byrjunarliðin má sjá hér að neðan.
Byrjunarlið Chelsea: Arrizabalaga, James, Azpilicueta, Christensen, Zouma, Kante, Mount, Barkley, Willian, Pulisic, Giroud.
(Varamenn: Caballero, Rudiger, Alonso, Jorginho, Abraham, Pedro, Loftus-Cheek, Hudson-Odoi, Gilmour) Byrjunarlið Watford: Foster, Femenia, Mariappa, Dawson, Kabasele, Hughes, Doucoure, Capoue, Chalobah, Sarr, Deeney.
(Varamenn: Gomes, Cleverley, Welbeck, Masina, Cathcart, Joao Pedro, Gray, Holebas, Pereyra)
|