lau 04.júl 2020
[email protected]
Pablo ýtti við Sölva - „Spjaldið var bara djók"
 |
Sölvi var sendur í sturtu. |
Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, fékk að líta rautt spjald í 2-0 tapi gegn KR á Meistaravöllum.
Stefán Árni Geirsson féll til jarðar eftir viðskipti við Sölva og kom Pablo Punyed á ferðinni og ýtti Sölva á Stefán með þeim afleiðingum að Sölvi fór í andlit Stefáns Árna. Helgi Mikael lyfti upp rauða spjaldinu við litla hrifningu Sölva.
Sölvi hefði með réttu ekki átt að fá rauða spjaldið. Það er alla vega mat Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkinga, og miðað við myndband af atvikinu þá hefur Arnar eitthvað til síns máls.
Pablo ýtir nefnilega í bakið á Sölva. „Spjaldið á Sölva var bara djók. Honum var greinilega hrint," sagði Arnar í samtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn.
Albert Brynjar Ingason, sóknarmaður Kórdrengja, birtir myndband á Twitter sem sjá má hér að neðan.
|